Lífsstíll krefst skipulagningar

Ég hef alltaf talið mig mjög skipulagða mannveru. Heimili mitt er skipulagt, allt á sinn stað og stöðu á heimilinu, börnin mæta á réttum tíma í skólann með sitt nesti og rétt vinnutól í töskunum. Fötin mín eru röðuð í litaröð í fataherberginu og herbergi barna minna eru skipulögð í hólfum og boxum.Já, ég er skipulögð ! En... af hverju er þá alltaf allt í rúst sem kemur mér sjálfri við. Ég skipulegg ekki mataræði mitt, ákveð ekki fram í tímann að hreyfa mig, set alltaf sjálfa mig í síðasta sæti. En hingað og ekki lengra! Nú er komið að mér. Lífsstíll krefst skipulagningar. Ég þarf að skipuleggja næsta dag til að allt fari eins og það á að fara og það gengur bara vel.Ég er núna númer eitt allir aðrir í fjölskyldunni hafa átt forgang. Nú vel ég fram í tímann hvað ég ætla að hafa í nesti, hvað ég borða í morgunmat, hádegi, millimál og á kvöldin, versla inn í samræmi við það, passa að undirbúa morgundaginn kvöldinu áður. Ég vissi þetta alveg, margir búnir að segja mér þetta og ég hef lesið um þetta í gegn um tíðina en aldrei farið alla leið. Það sem mest kemur á óvart að óreiðan í sjálfri mér en að róast. Ég þarf ekki lengur að hlaupa út í búð að kaupa eitthvað sem vantar og lenda í óhollustupúkanum í leiðinni. Allt er komið í boxin í ísskápnum og tilbúið ! Skipulagning er málið og ég klára viku 2 með stæl!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband