Heppni eða lífsstíll ?

"Rosalega varstu hepppin" hljómar í eyrum mínum þessa dagana því mér áskotnaðist að fá að taka þátt í 10 vikna heilsuátaki Hreyfingar og Smartlands. Já ÉG var valin í hóp 5 kvenna til að standast 10 vikna lífsstílsbreytingu. HEPPNI ? Já ég tel mig gífurlega heppna og ætla að nýta þetta frábæra tækifæri og breyta um lífsstíl. Nú fæ ég leiðsögn, verkfæri, frábæra aðstöðu og leiðbeiningar frá fagfólki sem kann til verka til að breyta lifnaðarháttum mínum sem í mörg ár, eða eiginlega frá því ég man eftir mér, hefur verið í rugli.... já algjöru rugli. Líf mitt einkenndist af megrunum, kúrum, matarfíkn, hömlulausu áti, þunglyndi og pirring og aftur megrunum og átökum. Ég hef sem sagt frá því ég var 14 ára verið eins og hömlulaust jójó upp og niður. En nú er komið að því, ég er orðin þroskuð, veit hvað ég vil,hef staðfestu og þor til að standast þetta og breyta mínum lífsstíl til frambúðar. Ég hef ykkur, vinina, samstarfsfólk og fjölskyldu til stuðnings og met það mikils.Ég hef "stelpurnar 4" með mér, Önnu Eiríks einkaþjálfara, Mörtu Maríu "stuðboltann minn" og Hrafnhildi Evu næringarráðgjafa og frábæra aðstöðu hjá Hreyfingu. Dagur 4 er að kveldi kominn, ég er búin að standast freistingar og búin að æfa upp á hvern dag....mér líður vel og ég er HEPPIN !


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband