Enn á lífi....og líður vel

Já ég er enn á lífi og mér líður frábærlega. Að léttast í sumarfríinu er auðvitað bara dásamlegt og ég á það engum að þakka nema sjálfri mér. Að breyta um lífsstíl er bara svolítið mikið mál og að halda það út er enn meira mál en hverrar stundar virði því uppskeran er bara yndisleg.Sumarið býður upp á alls konar freistingar, góðan mat og ís í sólinni, sukk í sumarbústað og hið ljúfa líf á sólarströnd. Ég upplifði þetta allt í sumar en bara á góðan máta því það er hægt að eiga góðar stundir og borða hollar freistingar án þess að missa sig í öldudal óhollustunnar. Þetta snýst alfarið um hugarfar, hvatningu já hvatningu sem mig hefur ekki vantað. Fólk stoppar mig á götu og hrósar mér og hvetur mig áfram segir mig líta svo vel út og hafa yngst um mörg ár. Það er alveg rétt mér líður enn og aftur frábærlega. Ég hlakka til að klára mitt markmið og vonandi get ég það áður en árið er liðið. Til þess að klára þetta markmið mitt og komast yfir lokalínuna þá þarf ég stuðning og hvatningu og skemmtilegt samferðafólk í ræktinni og þetta allt finn ég hjá Hreyfingu.Ég vil hverja alla að kíkja á bæklinginn frá þeim sem kom út um miðjan ágúst. Mjög veglegur með fullt af skemmtilegum ráðleggingum og þeim tímum sem Hreyfing býður uppá.Ég hef þegar skráð mig á námskeið og mun halda áfram veginn og styrkja mig og létta. Það er svo gaman að upplifa alla litlu sigrana. Bara það að geta hoppað um á öðrum fæti var ekki sjálfsagt mál í mars þegar ég byrjaði ó nei ég gat það bara engan veginn. Í tíma síðast í gær sveif ég um á bleiku skýi því ég gat gert æfingu sem ég hafði aldrei getað áður og þvílíkt adrennalínbúst fyrir egóið og bara kroppinn minn, það fer enn sæluhrollur um mig. Ég vakna á hverjum morgni og hlakka til að hreyfa mig og borða hollt og gott. Um daginn fjárfesti ég í yndislegum hjólafák og er hann stóra ástin í lífi mínu þessa dagana. Að geta hjólað um er frábær hreyfing, algjör afslöppun fyrir hugann og sérlega skemmtilegt. Ég hef hjólað þó nokkuð til vinnu frá Hafnarfirði í Rvk um 12 km hvora leið og það er svo gaman að upplifa aukinn kraft og aukið úthald með hverjum degi.Þessir mörgu litlu sigrar gera svo margt stórt. Það sem hvetur mig einnig áfram er að ég á 2 kg í tölu á vigtinni sem ég hef ekki séð í 20 ár. Það kallar maður sigur !

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband