Hlustaðu á líkamann !

Nú hef ég lokið viku 3 í 10 vikna átakinu. Fór létt með páskatörnina mér til mikillar furðu.Í byrjun vorum við settar vel inn í allt sem var í boði í Hreyfingu og kennarar okkar þar endurtóku í sífellu "Nr. 1 hlustaðu á líkamann, nr.2 hlustaðu á kennarann og svo gerið þið hlutina á ykkar hraða". Þetta syngur í hausnum á mér í dag því líkaminn öskrar hástöfum á mig. 3 vikna púl eftir margra ára kyrrsetu á MÍNUM hraða er auðvitað bara bull. Ég er nefnilega þannig kona að ég sit aldrei auðum höndum. Ef ég kem heim eftir fullan vinnudag þá er það þvotturinn, ekki má vera neinn óhreinn þvottur í lok dag í óhreinatauskörfunni,nú af hverju ekki ? hvað gæti gerst ? Nú svo þarf að vera hreint og fínt heimavið ef forsetnn skyldi nú kíkja í heimsókn... glætan. Nú tölum ekki um bílinn á bílaplaninu hann verður lika að vera hreinn þó að það sé smá frost úti og él, auðvitað þríf ég bílinn en til hvers ? Ég fer á honum út í búð eftir smá stund og þá verður hann jafn skítugur. En þetta er bara ég, kann ekki að slappa af. Finn mér alltaf eitthvað verkefni nú ef ég finn þau ekki þá leita ég eftir þeim. En núna ætla ég að reyna, já reyna að hætta þessu rugli. Hlusta á líkaman því nú er hann að segja STOP. Ég er búin að skipuleggja mataræðið og nú þarf ég að skipuleggja aflöppunartíma og ætla að byrja á því um helgina. Hmmmm um helgina, nei í dag ! Nú ætla ég að fara að nýta saunaklefann og heitu pottana í Hreyfingu til hins ítrasta og jafn vel splæsa á mig góðum nuddtíma og þvotturinn, heimilið og bíllinn verður í einhverju sæti mjög neðarnega. Núna verða fjölskyldumeðlimir virkjaðir í þau störf og ÉG ætla að hlusta á líkamann !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband